Almannavarnanefnd

 

Þriðjudaginn 20. mars 2001 klukkan 16:00 kom almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í stjórnstöð almannavarna við Fjarðarstræti á Ísafirði.
Mættir voru undirritaðir. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Guðmundur Björgvinsson boðuðu forföll.

Séráætlun vegna flugslyss á Ísafirði.

Oddur Árnason gerði grein fyrir vinnu sinni og Þorbjarnar Sveinssonar við gerð séráætlunar vegna flugslyss á Ísafirði.
Jafnframt var lagt fram bréf Ólafs Helga Kjartanssonar, lögreglustjóra, dagsett 20. mars 2001, þar sem hugtakið „Aðgerðarstjórnun“ er skilgreind og gerði lögreglustjóri nánari grein fyrir málinu.

Almannavarnanefnd gefur Oddi Árnasyni og Þorbirni Sveinssyni umboð til að halda áfram vinnu við gerð séráætlunarinnar með tilvísun til þeirra umræðna er fram fóru á fundinum.

Þorleifur Pálsson vék af fundi kl. 16:50

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 17:20

Snorri Hermannsson. Ólafur Helgi Kjartansson.

Oddur Árnason. Þorbjörn J. Sveinsson.

Friðný Jóhannesdóttir. Gísli Gunnlaugsson.

Sigurður Mar Óskarsson. Þorleifur Pálsson.