Almannavarnanefnd

Þriðjudaginn 17. október 2000 kl.16:00, kom almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í stjórnstöð almannavarna við Fjarðarstræti.

Þetta var gert:

Rýmingarkort yfir Hnífsdal:

Lagt fram bréf lögreglustjóra, dags. 17. okt. 2000, þar sem lagðar eru fram tillögur um breytingu á rýmingareit þannig að reitur M verði lagður af, en viðvörunarljósabúnaður fyrir hesthús á Búðatúni og fjárhús við Heimabæjarstíg komi í staðinn, og að reitur N verði endurskoðaður, þannig að af húsum með fasta búsetu verði eingöngu Árvellir 2-4 innan þess reits. Sérstaklega verði athugað hvort félagsheimilið við Strandgötu verði innan reits N. Formanni og lögregustjóra er falið að vinna áfram að málinu.

Endurskoðun rýmingabæklinga og kynning:

Framkvæmdastjóra almannavarnanefndar falið að endurskoða bæklinginn með það fyrir augum að einn og sami bæklingurinn verði fyrir Ísafjörð, Hnífsdal og Flateyri. Breyting á reitaskiptingu verði unnin í samráði við Tæknideild Ísafjarðarbæjar.

Húsnæðismál og laus búnaður:

Rætt um húsnæðis- og búnaðarmál almannavarnanefndar. Framkvæmdastjóra falið að taka saman lista yfir þann lausa búnað sem til er og gera tillögu til nefndarinnar um þann búnað sem nauðsynlegt er að nefndin eignist.

Fjárhagsáætlun:

Á næsta fundi nefndarinnar verði lögð fram fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2001.

Samningar við björgunarsveitina og Rauða krossinn:

Rætt um samninga við björgunarsveitirnar á svæðinu og Rauða krossinn. Lögreglustjóra falið að fara yfir þá samninga sem hafa verið gerðir og gera tillögu að breytingu á þeim í samráði við björunarsveitirnar og Rauða krossinn.

Samlestur:

Stefnt að fundi í nóvember og verði á þeim fundi m.a. samlestur.

Fleira ekki gert, fundagerð upplesin og fundi slitið kl. 17:18

Ólafur Helgi Kjartansson   Stefán Brynjólfsson, ritari
Unnur Brá Konráðsdóttir   Halldór Halldórsson
Kristján Finnbogason   Gísli Gunnlaugsson
Snorri Hermannsson   Friðný Jóhannesdóttir
Þorleifur Pálsson   Sigurður Mar Óskarsson
Þorbjörn J. Sveinsson