Almannavarnanefnd.

 

Þriðjudaginn 29. febrúar 2000 kl. 9:00 kom almannavarnanefnd saman til fundar í stjórnstöð almannavarna við Fjarðarstræti.

 

Snjóflóðahætta.

Að höfðu samráði við Veðurstofu rýmdi lögreglustjóri hús á rýmingareit C. Auk þessa var Hnífsdalsvegi lokað að höfðu samráði við Vegagerðina.
Hann var opnaður kl. 16:00 í gær. Ákveðið að aflétta áður framkvæmdri rýmingu.

Rýmingareitir í Hnífsdal.

Lögreglustjóri reifaði hugmynd að leggja af rýmingareit M í Hnífsdal og jafnframt að ná samkomulagi við hestamannafélagið um viðvörunarkefi vegna hættuástands.

Sjóflóð.

Fallið hafa eftirfarandi snjóflóð í Ísafjarðarbæ.

  1. 30 m. breitt og 1 m. að þykkt innan við Götuhalla við Hraðfrystihúsið í Hnífsdal.
  2. Úr Búðagili niður á Búðartún.
  3. Utan við Neðri-Breiðadal.
  4. Úr Innrabæjargili á Flateyri. Flóðið var 40 m. breitt og 1 m. á hæð. Það fór á varnargarðinn og náði yfir veginn út í Klofning.

Svæði utan rýmingasvæða.

Bæjarstjóri upplýsti að hann hafi rætt við Veðurstofu um rýmingu á svæðum utan skilgreindra rýmingarsvæða. Veðurstofan mun ekki hefja vinnu við svæðið utan þéttbýlis fyrr en vinna við þéttbýli er lokið. Þegar lögreglustjóri lætur rýma á skilgreindum svæðum lætur hann kanna önnur svæði eins og t.d. inni í Engidal.

Fleira ekki gert og fundi slitið 9:50

Ármann Jóhannesson. Ólafur Helgi Kjartansson.

Halldór Halldórsson. Þorbjörn Sveinsson.

Gísli Gunnlaugsson. Friðný Jóhannesdóttir.