Almannavarnanefnd

Ísafjarðarbæjar

Þriðjudaginn 30. september 2003 kl. 16:00 kom almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í stjórnstöð almannavarna við Fjarðarstræti á Ísafirði.
Mættir voru undirritaðir.

Bæjarstjóri setti fundinn og bauð Eyjólf Eyjólfsson, staðgengil sýslumanns, velkominn á sinn fyrsta fund almannavarnanefndar. Hallgrímur Kjartansson sat fundinn að ósk HSÍ, en hann hefur látið af störfum við HSÍ. Fram kom að nýr fulltrúi HSÍ í almannavarnanefnd í hans stað hefur ekki verið tilnefndur, en það verður gert fyrir næsta fund.

Dagskrá:

  1. Aurrennsli og skriðuföll úr Gleiðarhjalla.
  2. Rætt um hættu á aurrennsli og grjóthruni úr Gleiðarhjalla og möguleikum á aðgerðum til að draga úr henni. Oddur Pétursson sat fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir þeim aðgerðum sem áður hefur verið gripið til.

    Almannavarnanefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í aðgerðir til að draga úr hættu á grjóthruni úr Gleiðarhjalla og ofan byggðar á Suðureyri með stuðningi Ofanflóðasjóðs, en 20 ár eru liðin síðan grjót var síðast sprengt á Gleiðarhjalla. Ekki er vitað til að grjót hafi áður verið sprengt ofan byggðar á Suðureyri.

  3. Vetrarstarf.
  4. Stefnt að skrifborðsæfingu á næsta fundi. Framkvæmdarstjóra nefndarinnar falið að gera drög að æfingaáætlun og leggja fyrir næsta fund.

  5. Staðgenglar sýslumanns og yfirlöglegluþjóns í almannavarnanefnd.
  6. Lagt fram bréf sýslumanns, dags. 27. ágúst 2003, þar sem tilkynnt er að Eyjólfur Eyjólfsson, fulltrúi sýslumanns, verði staðgengill sýslumanns og Hlynur Snorrason, lögreglufulltrúi, verður staðgengill yfirlögregluþjóns.

  7. Fjárhagsáætlun 2004
  8. Rætt um fjárhagsáætlun næsta árs og þörf á endurnýjun tækjabúnaðar.

  9. Samningar milli almannavarnanefndar og björgunarsveita

Framkvæmdarstjóra nefndarinnar falið að legga fram drög að samningum milli almannavarnanefndar og björgunarsveitir fyrir næsta fund nefndarinnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15

Önundur Jónsson. Snorri Hermannsson.
Sigríður B. Guðjónsdóttir. Þorbjörn J. Sveinsson.
Halldór Halldórssonn. Gísli Gunnlaugsson
Stefán Brynjólfsson. Hallgrímur Kjartansson
Eyjólfur Eyjólfsson.