Byggingarnefnd um byggingu íþróttahúss á Suðureyri

14. fundur

Árið 2005 fimmtudaginn 17. nóvember kl. 14:00 kom byggingarnefnd um byggingu íþróttahúss á Suðureyri saman í Grunnskólanum á Suðureyri. Mættir voru: Bryndís Ásta Birgisdóttir, formaður, Svanlaug Guðnadóttir, Snorri Sturluson, Jón Björnsson, íþrótta- og tímstundafulltrúi, Jóhann Bæring Gunnarsson, verkefnisstjóri og Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta var gert:

1. Vettvangsskoðun.

Gengið um íþróttahúsið á Suðureyri og það skoðað.

2. Lagt fram yfirlit um lokaúttektir sem fram hafa farið.

Byggingarnefnd telur að óvenju langur tími hafi liðið frá því að lokaúttekt fór fram (30. sept. s.l.) þar til að verktaki lauk við flest þau atriði sem gerð voru við lokaúttektina.

3. Greinargerð frá Tækniþjónustu Vestfjarða.

Lögð fram greinargerð frá Tækniþjónustu Vestfjarða er varðar tafabætur vegna þeirra tafa sem hafa orðið á verkinu. Þar kemur fram að samningsupphæð er kr. 56.498.000.-. Í útboðsgögnum er gert ráð fyrir að tafabætur séu 0,1 % af samningsupphæð pr. almanaksdag. Samtals eru þetta 65 dagar x 56.498 kr. pr. dag eða samtals kr. 3.672.370,-

4. Afhending íþróttahússins á Suðureyri.

Ísafjarðarbær tekur við húsinu frá og með 17. nóvember 2005. Verktaki á þó eftir að ljúka við ofangreind atriði. Byggingarnefnd telur að vel hafi tekist til með húsið, heildarmynd sé góð og aðkoma öll hin glæsilegasta.

Þá telur byggingarnefnd sig hafa skilað sínu hlutverki.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:05

Bryndís Ásta Birgisdóttir, formaður.

Svanlaug Guðnadóttir. Snorri Sturluson.

Jóhann Bæring Gunnarsson, verkefnastjóri. Jón Björnsson,   íþrótta- og tómstundafulltrúi.

Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur.