Almannavarnanefnd

 

 

Þriðjudaginn 18. maí 1999 kl. 15:30 kom almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar á Hótel Ísafirði.

Til fundarins mættu undirritaðir.

1. Sýslumaður Ólafur Helgi Kjartansson lagði fram bréf dagsett 7. apríl 1999 frá Almannavörnum ríkisins, varðandi tilnefningu þátttakenda á vettvangsstjórnunar- námskeið Almannavarna ríkisins, sem haldið verður 1. - 4. júní n.k.

Almannavarnanefnd samþykkir að Þorbjörn J. Sveinsson og Oddur Árnason sæki námskeiðið.

2. Á næsta fundi almannavarnanefndar verður rætt um málefni tengd útbúnaði og rýmingaráætlun fyrir Flateyri.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00

 

Stefán Brynjólfsson, ritari.

Þorleifur Pálsson.

Ólafur Helgi Kjartansson.

Gísli Gunnlaugsson.

Friðný Jóhannesdóttir.

Bjarki Skarphéðinsson.

Önundur Jónsson.

Þorbjörn Sveinsson.