Almannavarnarnefnd

Ísafjarðarbæjar

Miðvikudaginn 29. maí 2002, kl. 16:00, kom almannavarnarnefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í stjórnstöð almannavarna við Fjarðarstræti á Ísafirði.
Mættir voru undirritaðir.

Eftirfarandi var gert:

1. Nýir nefndarmenn.

Bæjarstjóri, formaður almannavarnarnefnar, setti fundinn og bauð Sigríði Guðjónsdóttur, sýslumann, velkomna til starfa. Þá bauð bæjarstjóri nýjan fulltrúa Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ, Hallgrím Kjartansson heilsugæslulækni velkominn til starfa.

2. Erindi Rauða kross Íslands vegna fjöldahjálparstöðva.

Lagt fram bréf, dags. 4. desember 2001 frá Rauða krossi Íslands varðandi kortlagningu fjöldahjálparstöðva Rauða kross Íslands.

Framkvæmdastjórn almannavarna falið að hafa samband við Rauða krossinn og samræma lista yfir fjölda hjálparstöðva.

Stefán Brynjólfsson vék af fundi kl. 16:30.

3. Erindi Almannavarna ríkisins vegna eyðublaða til skráningar á fórnarlömbum slysa.

Lagt fram bréf frá Almannavörnum ríkisins dagsett 4. mars 2002 þar sem kynnt eru eyðublöð til skráningar á fórnarlömbum slysa. Eyðublöðin má nota á slysstað, söfnunarsvæði og á sjúkrahúsi.

4. Koma bandarísks prófessors vegna sjóflóðamála.

Dagana 14. til 16. júní koma til Ísafjarðar bandarískur prófessor James W. Mills ásamt 21 stúdent og vilja þeir hitta aðila sem komu að störfum í snjóflóðunum 1995.

Framkvæmdastjóra nefndarinnar falið að undirbúa komu þeirra.

5. Önnur mál.

Hallgrímur upplýsti að Heilsugæslustöðin hefði s.l. sumar keypt neyðarbúnað sem staðsettur er á Suðureyri og í Súðavík.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00

Gísli Gunnlaugsson. Sigríður B. Guðjónsdóttir. Halldór Halldórsson.

Snorri Hermannsson. Hallgrímur Kjartansson. Þorbjörn J. Sveinsson