Flřtilei­ir

S÷gulegt yfirlit

Sveitarfélög hafa frá upphafi sögu okkar borið ábyrgð á framfærslu þegna sinna. Eitt af verkefnum sveitarfélaga á okkar dögum er að þjóna eldri borgurum og þörfum þeirra fyrir öryggi og lífsgæði. Í sameiningu vinna sveitarfélög og ríkisvald að því að skapa trygga og manneskjulega umgjörð um líf eldri borgara, meðal annars með byggingu og rekstri hjúkrunarheimila.


Nßnar

Inngangur

Síðastliðið haust tilkynnti velferðarráðherra, Guðbjartur Hannesson, bæjaryfirvöldum í Ísafjarðarbæ þá ánægjulegu fregn að bænum væri heimilað að hefja byggingu 30 rýma hjúkrunarheimilis og með því var loks komið til móts við margra ára baráttumál bæjaryfirvalda, um aukna aðhlynningu aldraðra í bænum.


Nßnar

Samkeppni um nafn ß hj˙krunarheimilinu

Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði ákvað á fundi þann 30. janúar 2012 að efna til samkeppni um nafn á hjúkrunarheimilið. Var upplýsingafulltrúa bæjarins falin úrvinnsla á málinu og fór svo að átta tillögur bárust frá fimm aðilum. Nefndin fékk tillögurnar í hendur án þess að fá að vita hverjir hefðu sent þær.


Nßnar

Forval og h÷nnunarsamkeppni

Dˇmnefndin.
Dˇmnefndin.

Þann 16. september 2011 samþykkti ríkisstjórnin að heimila velferðarráðherra og fjármálaráðherra að ganga til samninga við Ísafjarðarkaupstað um byggingu 30 rýma hjúkrunarheimilis og að hún yrði fjármögnuð með svokallaðri leiguleið. Samningur um bygginguna var síðan undirritaður af Daníel Jakobssyni bæjarstjóra og Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra við hátíðlega athöfn á Hlíf þann 10. nóvember 2011.


Nßnar

Almennt um till÷gurnar

Innsendar tillögur eru allar vandaðar og skýrar í framsetningu. Tillögurnar má greina út frá megindráttum forms og fyrirkomulags í þrjá flokka. Þar af eru tvær tillögur (#64824 og #16391) sem unnar eru út frá strangri geómetríu þar sem ákveðin reglufesta er lögð til grundvallar byggingarinnar, þrjár (#00001, #12007 og #82011) sem einkennast af lífrænni dráttum með margvíslegum uppbrotum byggingarhluta, og ein tillaga (#83361) þar sem agað yfirbragð og viss fjölbreytni byggingarhluta eru leidd saman.


Nßnar
Vefumsjˇn