Flřtilei­ir

GrŠna vikan

Smelltu ß myndina. Athugi­ a­ dagskrß auglřsingarinnar er ekki tŠmandi ■ar sem nřir li­ir bŠtast vi­.
Smelltu ß myndina. Athugi­ a­ dagskrß auglřsingarinnar er ekki tŠmandi ■ar sem nřir li­ir bŠtast vi­.

Vikan 28.maí til 3.júní er græn vika í Ísafjarðarbæ. Vikan er samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar, grunnskólanna, fyrirtækja, stofnana og íbúa. Markmiðið er að gera Ísafjarðarbæ að enn fallegri og skemmtilegri bæ, íbúum sínum til sóma.

Sorphirðufyrirtækin tvö, Gámaþjónusta Vestfjarða og Kubbur ehf., koma veglega að vikunni og gefa alla þá aukavinnu sem fyrirtækin þurfa að inna af hendi þessa daga og eru þeim færðar hinar bestu þakkir fyrir.

 

Dagskrá:

 

Mánudagur
• Opið er í Funa frá 15 til 18


Þriðjudagur
• Starfsmenn Ísafjarðarbæjar og Kubbs sækja rusl í Holtahverfi og Hnífsdal
• Opið er í Funa frá 08 til 20

• Garðplöntustöð Ásthildar með sölu á lífrænt ræktuðum plöntum á Silfurtorgi milli 14:00 og 18:00
• Foreldrafélag Eyrarskjóls með tiltektardag og grill. Svæðið kringum skólann og sjúkrahússtúnið hreinsað
• Hugað að umhverfisverkefnum í Grunnskóla Þingeyrar, gróðursettar plöntur og rusl týnt í kring um skólann.  Grillað á eftir
• Íþróttafélagið Stefnir á Suðureyri með hreinsunardag milli 17:00 og 19:00. Grillað á eftir
• Hafnarsvæðið á Suðureyri hreinsað
• Hafnarsvæðið á Flateyri hreinsað
• Hafnarsvæðið á Þingeyri hreinsað


Miðvikudagur
• Starfsmenn Ísafjarðarbæjar og Kubbs sækja rusl á Þingeyrl, Flateyri og Suðureyri

• Leikskólinn Sólborg með tiltektardag, tekið til kringum skólann, í Jónsgarði og sjúkrahúsið

• Leikskólinn Tjarnarbær á Suðureyri vinnur í matjurtargarði

• Opið er í Funa frá 08 til 20


Fimmtudagur
• Starfsmenn Ísafjarðarbæjar og Gámaþjónustu Vestfjarða sækja rusl í efri bæinn á Ísafirði

• Grunnskólinn á Ísafirði með þemadag sem nefnist vorverkin
• Hafnarsvæðið á Ísafirði hreinsað
• Fyrirtæki á hafnarsvæði á Ísafirði taka til í kring

• Húsasmiðjan með sölu á grænmetisplöntum

• Leikskólinn Tjarnarbær á Suðureyri með gróðursetningu í Tjarnarlundi

• Opið er í Funa frá 08 til 20


Föstudagur
• Starfsmenn Ísafjarðarbæjar og Gámaþjónustu Vestfjarða sækja rusl í neðri bæinn á Ísafirði
• Húsasmiðjan með sölu á grænmetisplöntum

• Opið er í Funa frá 08 til 20


Laugardagur
• Opið er í Funa frá 10 til 16


Sunnudagur
• Opið er í Funa frá 15 til 18

Vi­bur­adagatal
« Nˇvember »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Vefumsjˇn