fimmtudagurinn 17. mars 2011 - 10:18 |

Skráning á vorráđstefnu 2011 er hafin

Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar verður haldin á Grand hóteli 12. og 13. maí.

Efni: Siðfræði og samstarf

Til að skrá sig -> Smellið hér:

 

Fjallað verður um efni ráðstefnunnar í fyrirlestrum báða morgnana. Meðal annars verður fjallað um samskipti fagfólks innbyrðis og við skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra, m.a. með mismunandi fjölskyldugerðir í huga. Þá verður fjallað um meðferð trúnaðarupplýsinga í almennu starfi og þegar grunur vaknar um aðstæður sem kalla á afskipti barnaverndar.

Eftir hádegi fyrri daginn skiptist ráðstefnan í tvo fundi undir heitinu „Frá greiningu til íhlutunar". Á öðrum fundinum verður fjallað um mismunandi leiðir íhlutunar og á hinum um túlkun á greiningarniðurstöðum. Í lok dagsins verður yfirlitsfyrirlestur, þar sem fjallað verður um efnið: „Ber mér að gæta bróður míns?"

Eftir hádegi seinni daginn verða einnig tveir fundir, þar sem fagfólki gefst kostur á að kynna niðurstöður rannsókna og þróunarverkefna og segja frá nýjungum í starfi.

Dagskrá birtist þegar nær dregur.

Stærsti faglegi vettvangur þeirra sem tengjast börnum með þroskaraskanir!

Vefumsjón