fimmtudagurinn 17. mars 2011 - 10:10 |

Ráđstefna NNDR, Nordic Network on Disability Research

Ráðstefna NNDR, Nordic Network on Disability Research, verður haldin á Grand hóteli, Reykjavík, dagana 27. - 28. maí 2011.

 

NNDR, www.nndr.no, eru samtök norrænna fræðimanna á sviði fötlunarrannsókna sem halda ráðstefnur annað hvert ár til skiptis á Norðurlöndunum. Nú er komið að Íslandi. NNDR eru þverfagleg samtök fræðafólks sem fjalla um félagslegan og menningarlegan skilning á fötlun og áhrif umhverfis, efnahags, mannréttinda og annarra slíkra þátta á líf og aðstæður fatlaðs fólks. Ráðstefnur NNDR eiga erindi við alla þá sem láta sig framþróun, fræðimennsku og mannréttindi fatlaðs fólks varða.

 

Á NNDR ráðstefunni á Íslandi 2011 verða um 200 fyrirlestrar og 60 veggspjöld um mjög fjölbreytt svið rannsókna og fræðastarfs en sérstök áhersla er þó lögð á nýjan mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hugmyndafræðina um sjálfstætt líf og notendastýrða persónulega aðstoð.

 

Yfirlit yfir dagskrána

 

 

Íslendingum býðst að sækja ráðstefnuna á sérstökum kjörum og greiða ráðstefnugjald kr. 35.000.

 

Skráning er á heimasíðu Gestamóttökunnar, sem annast hagnýt framkvæmdaratriði ráðstefnunnar:  www.yourhost.is/nndr2011

Vegna sérkjara Íslendinga er fólk beðið að hafa sambandi við Gestamóttökuna um greiðslufyrirkomulag.

 

Við hvetjum fólk hér á landi til að nýta sér þetta einstaka tækifæri til að kynnast því sem nýjast er að gerast í fötlunarrannsóknum og mannréttindabaráttu fatlaðs fólks.

 

Nánari upplýsingar eru  á heimasíðu ráðstefnunnar:  www.yourhost.is/nndr2011

Vefumsjón