Flřtilei­ir

Nßmsrß­gjafi

Námsráðgjafi í grunnskólanum er Helga Ingeborg Hausner. - Netfang: helgaha@isafjordur.is

Sími námsráðgjafa er 450 8331 (fer í gegnum skiptiborð Grunnskólans á Ísafirði)

Viðtalstími er:


Mánudaga frá kl. 8:00-16:00
Þriðjudaga til föstudaga frá kl. 8:00-12:00

 

Þar geta allir komið sem hafa erindi við námsráðgjafa.

Fyrir utan þessa tíma er æskilegt að panta tíma fyrirfram, til að tryggja að námsráðgjafi sé ekki upptekinn.

Námsráðgjafi hefur starfsaðstöðu á annarri hæð við hliðina á skrifstofu aðstoðarskólastjórans í ,,Gamla barnaskólanum".  

Þjónusta námsráðgjafans stendur öllum nemendum skólans og foreldrum þeirra til boða, hvort sem erindið er stórt eða smátt.

Hlutverk námsráðgjafa er meðal annars að:

Veita nemendum persónulega ráðgjöf um vinnubrögð og leiðbeina um nám, námstækni, skipulagningu tíma, áætlanagerð, námsaðferðir, lestraraðferðir, prófundirbúning og val á framhaldsskóla.
Veita leiðsögn og fræðslu um lífsstíl og venjur sem stuðlað geta að aukinni einbeitingu, úthaldi og auknu tilfinningalegu jafnvægi, t.d. vegna streitu og kvíða.


Sinna fyrirbyggjandi starfi, til dæmis vörnum gegn vímuefnum, einelti og ofbeldi í samstarfi við starfsmenn skóla og aðra, svo sem starfsmenn félagsmiðstöðva. Sitja fundi nemendaverndarráðs.

SÚrfrŠ­istu­ningur Ý skˇla

Tilvísanir
Undirrituð tilvísnanaeyðublöð er forsenda fyrir því að sérfræðingar veit einstökum börnum þjónustu. Eyðublöðin er hægt að fá í skólanum, t.d. hjá skólastjórum, umsjónarmönnum sérkennslu eða riturum.  Kennari fyllir út tilvísanaeyðublað og lætur foreldra eða forráðamenn skrifa undir.  Tilvísanir eru unnar að mestu eftir þeirri tímaröð sem þær berast til skrifstofunnar.  Hinsvegar koma upp mál af og til sem þarf að setja í forgang. 

 

Sérfræðiþjónusta
Skóladeild veitir eftirfarandi sérfræðiþjónustu:

  • Einstaklingsþjónusta - greining og úrræði.  T.d. sálfræðileg og kennslufræðileg greining námsvandamála og greining samskipta og hegðunarvandamála.
  • Sérkennsluráðgjöf og aðstoð við áætlanagerð.
  • Handleiðsla og ráðgjöf til starfsfólks skóla og foreldra.

Í ofangreindu felst að ráðgjafar skólaskrifstofu athugi og greini börn sem eiga í hegðunar, náms- eða félagslegum erfiðleikum og koma með tillögur að úrræðum.  Auk reglulegs endurmats á stöðu barnsins eftir því sem þörf er á. 

SkˇlasßlfrŠ­ingur

Skólasálfræðingur er Inga Bára Þórðardóttir. - Simi: 450 8000. - Netfang: ingabara@isafjordur.is

 

Skólasálfræðingur sinnir sálfræðilegri greiningu námsvandamála og greiningu samskipta, félags-  og hegðunarvandamála og setur fram tillögur að úrræðum. Hann aðstoðar við áætlanagerð og veitir ráðgjöf til starfsfólks skóla og foreldra. Markmiðið er að nýta sálfræðilega og uppeldisfræðilega þekkingu í skólastarfi og vera skólastjórum og kennurum til ráðuneytis um kennslu og foreldrum til leiðbeiningar um uppeldi og meðferð nemenda sem er tivísað til hans.

 

Skólasálfræðingur vinnur ekki með nemendur nema fyrir liggi undirritað leyfi frá foreldri barns. Beiðni um þjónustu skólasálfræðings skal lögð fram með því að fylla út og undirrita tilvísunareyðublað. Skólastjórar og kennarar geta óskað eftir ráðgjöf skólasálfræðings án sérstakrar tilvísunar á einstakan nemanda. Þá er um að ræða almenna ráðgjöf varðandi hóp eða sérstakar aðstæður.

Rß­gjafar- og sÚrfrŠ­i■jˇnusta

Hlutverk ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu er:

 

  • að nýta sálfræðilega og uppeldisfræðilega þekkingu í skólastarfi,
  • að vera ráðgefandi um umbætur í skólastarfi sem verða mættu til að fyrirbyggja geðræn vandkvæði og námsörðugleika,
  • að annast rannsókn á afbrigðilegum nemendum og þeim sem ekki nýtast hæfileikar í námi og starfi,
  • að vera skólastjórum og kennurum til ráðuneytis um kennslu og foreldrum til leiðbeiningar um uppeldi og meðferð nemenda sem rannsakaðir eru (sbr. c lið),
  • að taka til meðferðar nemendur, sem sýna merki geðrænna erfiðleika, og leiðbeina foreldrum og kennurum um meðferð þeirra,
  • að annast hæfniprófanir og ráðgjöf í sambandi við náms- og starfsval unglinga,
  • að annast ýmis rannsóknarstörf og athuganir í sambandi við ráðgjafar-þjónustuna.

Á vegum skrifstofunnar er starfandi meðferðarsálfræðingur, Jóhann Thoroddsen, sem kemur á þriggja vikna fresti.

Vefumsjˇn