Flřtilei­ir

Skˇla- og tˇmstundasvi­ ═safjar­arbŠjar

Skóla- og tómstundasvið sér um málefni grunnskóla og leikskóla, auk íþrótta- og tómstundamála barna og unglinga. Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs er Margrét Halldórsdóttir.

 

Skóla- og tómstundasvið veitir líka grunnskólum og leikskólum sérfræðiaðstoð og ráðgjöf. Forstöðumaður, sérkennsluráðgjafi, skólasálfræðingur og námsráðgjafi sinna ráðgjöf við grunnskóla. Leikskólasérkennari annast leikskólana. Þjónusta talmeinafræðings er aðkeypt. Þjónustan felst m.a. í að ráðgjafar skólaskrifstofu athugi og greini börn sem eiga í hegðunar-, náms- eða félagslegum erfiðleikum og koma með tillögur að úrræðum, auk reglulegs endurmats á stöðu barnsins eftir því sem þörf er á. Einnig vinna starfsmenn sviðsins eftir lögum um ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu leik- og grunnskóla.

 

Skólastjórar, kennarar og annað starfsfólk skóla getur óskað eftir ráðgjöf vegna ýmissa atriða er lúta að skólaþróun, sjáfsmati skóla sem og öðru því starfi innan skólans er þeir sinna. Foreldrar geta leitað til ráðgjafa skóla- og tómstundasviðs með vandamál sem upp koma tengd skólagöngu barns. Ýmis vandamál má þó leysa innan skólans. Nemendur eiga kost á að leita til ráðgjafaþjónustunnar varðandi skólagöngu sína. Sérfræðingar aðrir en námsráðgjafi veita nemanda einungis eitt viðtal án þess að fengið sé formlegt samþykki foreldra.

 

Eftirfarandi nefndir starfa á skóla- og tómstundasviði:

 

Fræðslunefnd

Íþrótta- og tómstundanefnd

Vefumsjˇn