Flřtilei­ir
KristÝn Hßlfdßnsdˇttir KristÝn Hßlfdßnsdˇttir | f÷studagurinn 15. aprÝlá2011

KH - Breytingar Ý sorpmßlum ═safjar­arbŠjar

Miklar breytingar eiga sér nú stað í sorpmálum Ísafjarðarbæjar þar sem lögð verður áhersla á flokkun og endurvinnslu í samræmi við stefnu bæjarstjórnar.  Hér er um mikilvægt mál að ræða og þáttur í aukinni áherslu yfirvalda á umhverfismál með hagsmuni íbúa til framtíðar að leiðarljósi. Í vetur fór fram útboð í sorphirðu og sorpförgun í Ísafjarðarbæ og var ákveðið að taka tilboði Kubbs ehf.  Ætlun Kubbs ehf var að byrja sorpflokkun fyrr en sökum tafa á afhendingu tunna þá er verið að hefjast handa þessa dagana. Verktaki mun fljótlega halda kynningarfundi  þegar búið verður að afhenda  nýjar tunnur til þeirra sem þess þurfa.

 

Nýtt tunnukerfi

Með nýju kerfi  verður notkun stórra plastpoka í sorptunnum hætt og  tunnur losaðar beint í sorpbílinn á 14 daga fresti.  Hver íbúð mun hafa tvær tunnur, aðra fyrir endurnýtanlegt sorp, og hina  fyrir þann hluta sem fer í urðun.  Ganga þarf vel frá öllum úrgangi fyrir losun í tunnur til að lágmarka þrif og fylgja þeim reglum sem settar verða um flokkun og frágang t.d. með því að setja  urðunarúrgang í plastpoka ofan í tunnuna.  Útbúinn hefur verið sérstakur bæklingur sem verktaki dreifir með tunnum, einnig má sjá nánar á www.kubbur.is

Tunnur verða alfarið á ábyrgð íbúa og mikilvægt að staðsetning þeirra auðveldi hirðingu, einnig að  gengið sé vel frá festingum til að koma í veg fyrir fok.

 

Stefna bæjaryfirvalda

Á fundi í byrjun apríl samþykkti bæjarstjórn reglur um sorphirðu sjá nánar á http://www.isafjordur.is/utgefid_efni/umhverfismal/skra/221/ .  Þessi samþykkt verður leiðarljós fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar um sorphirðu og sorpförgun og þar má lesa allt um áherslur bæjarstjórnar í málaflokknum.

 

Umhverfið og flokkun sorps

Segja má að úrgangur sé auðlind því að sá hluti sem flokkaður er frá er söluvara og þar að auki greiðist flutningsjöfnun frá úrvinnslusjóði við flutning þess á markað.  Því eru  hagsmunir sveitafélagsins miklir að vel takist til hjá íbúum að flokka sem mest í endurvinnslu, það sem ekki er endurnýtanlegt fer í eyðingu og hlýst af kostnaður samfélagsins til  við akstur og förgun. 

Vegna staðsetningar og fjarlægðar frá urðunarstað er kostnaður Ísafjarðarbæjar mikill af þeim hluta sorps sem fer í urðun og  eru tilmæli bæjaryfirvalda til íbúa að vinna ötullega að flokkun og sjá til þess að sem minnstur hluti heildarsorpsins lendi í urðunarflokknum.  Ein leið til að minnka urðunarmagnið er að jarðgerða heimilisúrgang.  Um jarðgerð(moltugerð/safnhaugagerð) má finna ýmislegt  á netinu.  Fyrir áhugafólk um jarðgerð má benda á að Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur ákveðið að hafa námskeið í jarðgerð laugardaginn 14.maí n.k. sjá nánar á  http://www.frmst.is/index.php/namskeid/texti/jarger_safnhaugager/

 

Tiltektir og garðaúrgangur

Töluvert af úrgangi leggst til sem ekki er settur í tunnur, t.d. við tiltekt í bílskúrum eða geymslum.  Hluti af slíkum úrgangi  er gjaldfrjáls s.s. öll heimilistæki, sjónvörp, hjólbarðar, rafgeymar, málning og fl.  Þessum hlutum má skila inn endurgjaldslaust á móttökustöðvar vegna þess að hluti af upphaflegu kaupverði er svokallað úrvinnslugjald þannig að búið er að borga fyrir förgun.   Garðaúrgangur er einnig gjaldfrjáls.

Auk þessa hafa Íbúar Ísafjarðarbæjar svigrúm til að koma úrgangi til urðunar gjaldfrjálst  allt að 1m3 í hvert skipti sem komið er á móttökustöð.  Nauðsynlegt er að árétta að allur úrgangur frá íbúum, stofnunum og fyrirtækjum í Ísafjarðarbæ á að fara á móttöku- eða söfnunarstöðvar og munu starfsmenn þeirra liðsinna íbúum við flokkun .  Á Ísafirði er móttökustöð fyrir allt sorp staðsett i Funa í Engidal en söfnunarbílar sjá um móttöku á Flateyri, Suðureyri og á Þingeyri.  Sjá nánar á  www.kubbur.is

 

Leggjumst öll á plóginn

Bæjaryfirvöld vonast eftir góðu samstarfi við íbúa við að gera Ísafjarðarbæ að vistvænum bæ þar sem borin er virðing fyrir náttúrunni til langs tíma litið.

 

Kristín Hálfdánsdóttir,

formaður sorpnefndar og bæjarfulltrúi-

Vefumsjˇn