Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
355. fundur 21. apríl 2015 kl. 08:10 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir formaður
  • Bragi Rúnar Axelsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurlína Jónasdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Edda Graichen fulltrúi kennara.
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Svava Rán Valgeirsdóttir fulltrúi skólastjóra.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagt fram til kynningar

2.Stillum saman strengi - 2014110015

Lagðar fram aðgerðaáætlanir frá Grunnskólanum á Ísafirði og Grunnskóla Önundarfjarðar.
Fræðslunefnd þakkar fyrir ágætar áætlanir.

3.Niðurstöður 2015 - 2015040016

Lagðar fram niðurstöður rannsóknar um vímuefnanotkun ungs fólks í Ísafjarðarbæ, meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2015.
Lagt fram til kynningar.

4.Skóladagatöl 2015-2016 - 2015040021

Lagt fram skóladagatal Grunnskólans á Ísafirði fyrir skólaárið 2015-2016.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið.

5.Fréttabréf grunnskóla 2014-2015 - 2014090072

Lagt fram fréttabréf frá Grunnskólanum á Ísafirði.
Fræðslunefnd þakkar fyrir gott og skemmtilegt fréttabréf.

6.Stillum saman strengi - 2014110015

Lagðar fram aðgerðaráætlanir frá leikskólunum Sólborg, Eyrarskjóli, Tjarnarbæ, Grænagarði og Laufási.
Fræðslunefnd þakkar fyrir ágætar áætlanir.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?