Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1013. fundur 16. apríl 2018 kl. 08:05 - 09:04 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varamaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Hábrún ehf - fiskeldi í Ísafjarðardjúpi - 2017050072

Lögð fram ákvörðun Skipulagsstofnunar, dagsett 11. apríl sl. og barst með tölvupósti sama dag, vegna allt að 700 tonna eldis á þorski og regnbogasilungi á vegum Hábrúnar í Skutulsfirði.

Ákvörðunarorð Skipulagsstofnunar eru eftirfarandi:
„Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif með tilliti til eðlis framkvæmdarinnar, staðsetningar hennar og eiginleika hugsanlegra áhrifa hennar, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.“
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

2.Gangstéttir 2018 - 2017090075

Lagt fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 13. apríl 2018, þar sem lagt er til að samið verði við Múr og stimplun ehf. um verkið Viðhald gangstétta 2018.
Bæjarráð samþykkir að samið verði við Múr og stimplun ehf., að tillögu Brynjars Þórs Jónassonar, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, vegna verksins Viðhald gangstétta 2018 að uppfylltum skilyrðum innkaupreglna Ísafjarðarbæjar.

3.Tjaldsvæði Tungudalur 2018 - 2017110030

Lagt fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 13. apríl 2018, þar sem lagt er til að samið verði við GIH ehf. um áframhaldandi rekstur á tjaldsvæðinu í Tungudal.
Bæjarráð samþykkir að samið verði við GIH ehf., að tillögu Brynjars Þórs Jónassonar, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, vegna áframhaldandi reksturs á tjaldsvæðinu í Tungudal að uppfylltum skilyrðum innkaupreglna Ísafjarðarbæjar.

4.Raggagarður - umsókn um vinnuframlag vinnuskóla - 2017050012

Lagt fram bréf Vilborgar Arnarsdóttur, framkvæmdastjóra Raggagarðs, dagsett 12. apríl sl., og barst með tölvupósti sama dag, þar sem óskað er eftir samstarfi um vinnuframlag vinnuskóla Ísafjarðarbæjar í Raggagarði sumarið 2018.
Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar.

5.Dokkan Brugghús ehf., rekstrarleyfi veitingastaðar í flokki II, F - 2018010057

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 22 mars. sl. ásamt umsókn Gunnhildar Gestsdóttur f.h. Dokkan Brugghús ehf. vegna rekstrarleyfis veitingastaðar í flokki II, F.

Lögð fram umsögn Axels R. Överby, skipulags- og byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 13. apríl sl., ásamt umsögnum Hlyns Reynissonar, heilbrigðisfulltrúa, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 23 mars sl. og Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar dags. 10. apríl sl.
Málinu frestað.

Gestir

  • Axel R. Överby, skipulags- og byggingarfulltrúi - mæting: 08:32

6.Miðhús ehf., umsókn um rekstrarleyfi gistiheimilis í í flokki II - 2018010057

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 16. mars sl., ásamt umsókn Dagnýjar Þrastardóttur f.h. Miðhúsa ehf. vegna rekstrarleyfis gistiheimilis í flokki II. að Grundargötu 2.

Lögð fram umsögn Axels R. Överby, skipulags- og byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 13. apríl sl., ásamt umsögnum Hlyns Reynissonar, heilbrigðisfulltrúa, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 11. apríl sl., og Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar dags. 10. apríl sl.
Framlagðar umsagnir lagðar fram til kynningar.
Axel R. Överby yfirgefur fundinn.

7.Lánasjóður 2018-2019 - 2018010032

Lagt fram bréf Óttars Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Lánasjóðs Sveitarfélaga ohf., dagsett 9. apríl sl., þar sem upplýst er að arðgreiðsla vegna hlutar Ísafjarðarbæjar í sjóðnum er kr. 12.875.392,- og var fjárhæðin greidd út 6. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

8.Stúdíó Dan ehf. - kaup og rekstur - 2017050073

Kosning nýrrar stjórnar Stúdíó Dan ehf.
Bæjarráð kýs Gísla H. Halldórsson, bæjarstjóra, sem stjórnarmann í Stúdíó Dan ehf. og Þórdísi Sif Sigurðardóttur, bæjarritara, sem varamann stjórnar.

9.Héraðsþing HSV 2018 - 2018040034

Lögð fram boðsbréf bæjarstjóra og bæjarfulltrúa á héraðsþing Héraðssambands Vestfirðinga, sem bárust með tölvupósti 13. apríl sl. Héraðsþingið verður haldið 9. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

10.Frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur - umsögn sambandsins - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Vigdísar Óskar Häsler Sveinsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 13. apríl sl., ásamt umsögn sambandsins um frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur, 345. mál.
Bæjarráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 496 - 1803024F

Fundargerð 496. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 11. apríl sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 496 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. fái lóð við Hrafnatanga 2, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 496 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga og greinargerð dags. apríl 2018 fyrir jörðina Sæborg í Aðalvík, verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 09:04.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?