Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
979. fundur 26. júní 2017 kl. 08:05 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varamaður
  • Sigurður Jón Hreinsson varamaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Ártunga 1 - Umsókn um lóð - 2017060014

Tillaga frá 479. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 21. júní sl. um að Högni Gunnar Pétursson fái lóð við Ártungu 1 Ísafirði, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar.

2.Neðstafjara - Umsókn um lóðir - 2017030059

Tillaga frá 479. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 21. júní sl. um að Vestfirskir Verktakar fái lóðir við Neðstufjöru nr. 1,3,5,7 Ísafirði, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar. Umsækjandi ber ábyrgð á deiliskipulagsbreytingum sem gætu þurft að fara fram.

3.Akurtunga - Umsókn um lóðir - 2016100040

Tillaga frá 479. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 21. júní sl. að Einar Birkir Sveinbjörnsson fái lóðir við Tungubraut, (Akurtunga) nr. 2,4,6,8, og 10 Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar.

4.Umsókn um stækkun lóðar - Hlíðarvegur 46 - 2017060037

Tillaga frá 479. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 21. júní sl. um að heimila stækkun lóðar við Hlíðarveg 46. Elías Oddsson sækir um stækkun út frá norður gafli um 2.5 metra.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar.

5.Niðurfelling gatnagerðargjalda vegna byggingar íbúðarhúsnæðis - 2017050003

Lagt er til að orðalagi reglna sem samþykktar voru um niðurfellingu á gatnagerðargjöldum af byggingu íbúðarhúsnæðis sem samþykkt var á 398. fundi bæjarstjórnar verði leiðrétt. Ekki er um efnislega breytingu að ræða. Eftir breytingarnar verði orðalagið svo hljóðandi:
"Bæjarstjórn samþykkir að fella niður gatnagerðargjöld af byggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu á lóðum sem sérstaklega verða auglýstar í þessu skyni af Ísafjarðarbæ. Skipulags- og mannvirkjanefnd er hér með falið að taka til umfjöllunar hvaða lóðir skuli auglýstar. Ákvörðunin er tekin á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Ákvæðið tekur gildi eftir samþykkt þess í bæjarstjórn og varir til 1. maí 2018 og er ekki afturvirkt. Miðað er við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka og ljúki fyrir 1. maí 2020. Sækja þarf sérstaklega um þessa niðurfellingu til Ísafjarðarbæjar. Niðurfellingin mun taka gildi við lokaúttekt og er gjaldfrestur veittur fram að henni. Ljúki framkvæmdum ekki fyrir 1. maí 2020 fellur lækkunin niður."
Bæjaráð samþykkir að leiðrétta orðalag reglunnar.

6.Niðurfelling gatnagerðargjalda vegna byggingar íbúðarhúsnæðis - 2017050003

Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til við bæjarráð á fundi 479 sínum þann 21. júní sl. að eftirfarandi lóðir við Skeiði og Seljaland falli undir ákvæði sérstakrar lækkunarheimildar skv. 6.gr. laga nr. 153/2006 Ártunga nr. 1,2,3,4,6. Daltunga 2,3,4,6,8, Fífutunga 4,6. Eftirfarandi einbýlishúsalóðir við Seljaland, lóðir nr. 17,18,23. Raðhúsalóðir við Skógarbraut, lóðir merktar k-j-i-h-g og parhúsalóðir merktar f-e. Jafnframt leggur nefndin til að raðhúsalóðir við við Akurtungu falli undir sömu skilgreiningu, umræddar lóðir stóðu áður við Bræðratungu en byggingareitir færðir fram að Tungubraut, skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að gatan fái heitið Akurtunga.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar.

7.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi - 2017010103

Lagður fram tölvupóstur Jakobs Gunnarssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dagsettur 16. júní sl., þar sem kynnt er ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu að matsáætlun vegna 7600 tonna framleiðsluaukningar á laxi í Ísafjarðardjúpi á vegum Arctic Sea Farm. Skipulagsstofnun fellst á tillögu framkvæmdaraðila að matsáætlun, með athugasemdum.
Lagt fram til kynningar.

8.Sjókvíaeldi Arnarlax í Ísafjarðardjúpi - drög að tillögu að matsáætlun - 2016090039

Lagður fram tölvupóstur Jakobs Gunnarssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dagsettur 16. júní sl., þar sem kynnt er ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu að matsáætlun fyrir 10.000 tonna framleiðslu á laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi á vegum Arnarlax. Skipulagsstofnun fellst á tillögu framkvæmdaraðila að matsáætlun, með athugasemdum.
Lagt fram til kynningar.

9.Aukin framleiðsla á laxi í Arnarfirði - 2016020071

Lagður fram tölvupóstur Jakobs Gunnarssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dagsettur 16. júní sl., þar sem kynnt er ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu að matsáætlun vegna framleiðslu á 4.000 tonnum af laxi í Arnarfirði á vegum Arctic Sea Farm. Skipulagsstofnun fellst á tillögu framkvæmdaraðila að matsáætlun, með athugasemdum.
Lagt fram til kynningar.

10.Ísland ljóstengt 2017 - 2017010022

Lagt er til við bæjarráð að sótt verði um byggðastyrk ráðherra fyrir ljósleiðara frá Skeiði í Dýrafirði til Þingeyrar og fyrir norðanverðan Önundarfjörð. Fáist styrkurinn verður framlag Ísafjarðarbæjar kr. 4.545.903,- m.vsk. Heildarkostnaður verkefnisins er því áætlaður kr. 8.645.903,-. Gera þarf viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar vegna framlags bæjarins.
Enn fremur er lagt til við bæjarráð að heimila bæjarstjóra að ganga til samninga um verkefnið við Snerpu.
Bæjarráð samþykkir að sótt verði um styrkinn og felur bæjarstjóra að undirbúa viðauka vegna verkefnisins og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.

11.Aðalstræti 37, Ísafirði - rekstrarleyfi fyrir gistiheimili í flokki II - 2017020017

Lögð fram umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 20. júní sl., vegna umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum um umsókn Gísla E. Úlfarssonar um rekstrarleyfi fyrir gistiheimili í flokki II að Aðalstræti 37 á Ísafirði. Einnig lagðar fram umsagnir Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 22. maí sl., og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dagsett 10. maí sl.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

12.Uppbygging knattspyrnumannvirkja á Torfnesi - 2017010066

Lagður fram tölvupóstur Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra Héraðssambands Vestfirðinga, dagsettur 21. júní sl., ásamt bréfi Íþróttafélagsins Vestra, dagsettu 20. júní sl., þar sem leitað er upplýsinga um stöðu og framvindu áætlana um uppbyggingu keppnisvallar og byggingar fjölnota íþróttahúss á Torfnesi. Forsvarsmenn Vestra lýsa ánægju sinni með ákvörðun bæjarstjórnar frá 1. júní sl., og leggja til að skipaður verði samráðshópur er hafi það hlutverk að ákveða hönnun hússins, kostnaðargreina framkvæmdina, koma með tillögur um fjármögnun o.fl. er varðar byggingu fjölnota íþróttahúss á Torfnesi.
Bæjarráð lýsir sig reiðubúið til að leggja til tvo kjörna fulltrúa í slíkan samráðshóp, auk þess að leggja fram aðstoð tæknideildar og bæjarstjóra eftir atvikum.

13.Sala á eignum Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga - 2017060024

Umræður um þann möguleika að Fasteignir Ísafjarðarbæjar kaupi einhverjar af þeim eignum sem Íbúðalánasjóður hyggst setja á sölu í sveitarfélaginu. Sér í lagi eignir í þorpunum vestan heiða.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Íbúðalánasjóð vegna íbúða á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri.

14.Hlaupahátíð á Vestfjörðum - 2012070021

Lagður fram tölvupóstur Guðbjargar Rósar Sigurðardóttur, dagsettur 20. júní sl., ásamt bréfi f.h. stjórnar Hlaupahátíðar á Vetfjörðum, þar sem óskað er eftir stuðningi Ísafjarðarbæjar við Hlaupahátíðina. Óskað er eftir lengdum opnunartíma Sundhallarinnar 14. júlí, aðstoð starfsmanna þjónustumiðstöðvar við að koma upp fánastöngum og 50.000 kr. fjárframlagi.
Bæjarráð samþykkir umbeðinn stuðning.

15.Nefndarmenn 2014-2018 - 2014020030

Tillaga sjálfstæðisflokks að breytingu á varamanni í skipulags- og mannvirkjanefnd - Ingólfur Þorleifsson hætti sem varamaður og Hafdís Gunnarsdóttir taki sæti hans.
Bæjarráð samþykkir breytinguna á nefndarmönnum skipulags- og mannvirkjanefndar.

16.Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri - 2014080017

Umræður um áform samgönguráðherra um byggingu flugstöðvar í Vatnsmýri.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi ályktun:

"Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fagnar áformum Samgönguráðherra um byggingu flugstöðvar í Vatnsmýri. Ljóst er að núverandi flugvöllur mun standa þarna næstu árin. Óbreytt ástand í flugstöðvarmálum er óviðunandi og því þarf að bregðast við með bættri aðstöðu svo að innanlandsflug geti dafnað."

17.Tillaga til þingsaályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 16. júní sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 414. mál. Umsagnarfrestur er til 15. ágúst nk.
Lagt fram til kynningar og vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.

18.Félagsmálanefnd - 418 - 1706011F

Fundargerð 418. fundar félagsmálanefndar, sem haldinn var 20. júní sl. Fundargerðin er í 14 liðum.
Lagt fram til kynningar.

19.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 479 - 1706007F

Fundargerð 479. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 21. júní sl. Fundargerðin er í 12 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?