Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
953. fundur 21. nóvember 2016 kl. 08:05 - 09:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hálfdán B. Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Laun grunnskólakennara - krafa frá kennurum til sveitarfélaga - 2016110030

Fulltrúar kennara mæta til fundar til að ræða kjaramál. Kennarar frá Flateyri, Suðureyri og Þingeyri senda kveðjur inn á fundinn.
Erna Sigrún Jónsdóttir las eftirfarandi yfirlýsingu fyrir hönd kennara í Ísafjarðarbæ: „Grunnskólakennarar í Ísafjarðarbæ skora á bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að beita sér fyrir því að samið verði við Félag grunnskólakennara sem fyrst. Lág laun kennara hafa nú þegar valdið uppsögnum og sækja sífellt færri í kennaranám og margir menntaðir kennarar sækja í önnur störf.
Alvarlegur kennaraskortur blasir því við á næstu misserum. Við krefjumst þess að grunnlaun kennara hækki nú þegar til samræmis við laun framhaldsskólakennara.
Laun grunnskólakennara verða að taka mið af því að kennaranám er 5 ára nám á háskólastigi. Þau verða einnig að taka mið af breyttu starfsumhverfi og aukinni ábyrgð kennara.
Við óttumst að ef ekki verður gerð umtalsverð bragarbót á launakjörum grunnskólakennara þá bíði grunnskólakerfið þess ekki bætur er fram í sækir.
Virðingarfyllst,
Grunnskólakennarar í Ísafjarðarbæ.“
Bæjarráð þakkar fyrir heimsóknina og tekur undir áhyggjur kennara af stöðu mála. Svo virðist sem skilning skorti á milli samningsaðila og telur bæjarráð mikilvægt að aðilar nái sameiginlegum skilningi á því verkefni sem við er að etja.
Gestirnir Guðný, Erna, Helga, Magnúsína, Árný og Guðlaug yfirgáfu fundinn klukkan 08.50.

Gestir

  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir - mæting: 08:05
  • Erna Sigrún Jónsdóttir - mæting: 08:05
  • Helga E Aðalsteinsdóttir - mæting: 08:05
  • Magnúsína Laufey Harðardóttir - mæting: 08:05
  • Árný Hallfríður Herbertsdóttir - mæting: 08:05
  • Guðlaug Jónsdóttir - mæting: 08:05

2.Almennar styrktarbeiðnir og styrktarlínur 2016 - 2016010017

Lagt fram bréf Sunnu Áskelsdóttur, f.h. Landgræðslu ríkisins, dagsett 10. nóvember sl. þar sem óskað er eftir styrk vegna samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið" á árinu 2016.
Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.

3.Earth Check vottun - 2014120064

Lagður fram tölvupóstur Línu Bjargar Tryggvadóttur, verkefnastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 10. nóvember sl. Tilkynnt er að sveitarfélögin á Vestfjörðum hafi fengið silfurvottun hjá vottunarfyrirtækinu EarthCheck.
Lagt fram til kynningar.

4.Stefnumótun um Vestfirsk ferðamál 2016-2020 - 2016110014

Lagður fram tölvupóstur Magneu Garðarsdóttur, verkefnastjóra stefnumótunarvinnu fyrir ferðamál á Vestfjörðum, dagsettur 10. nóvember sl. Óskað er eftir því að Ísafjarðarbær taki til umfjöllunar Stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu 2016-2020.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í atvinnu- og menningarmálanefnd.

5.Samband íslenskra sveitarfélaga, ýmis erindi og fundargerðir 2016 - 2016020019

Lagt fram bréf Klöru E. Finnbogadóttur og Vals Rafns Halldórssonar, starfsmanna Námsgagnasjóðs, dagsett 16. nóvember sl., þar sem tilkynnt er um nýjar úthlutunarreglur sjóðsins.
Lagt fram til kynningar og vísað til skóla- og tómstundasviðs.

6.Sindragata 4a - umsókn um stofnframlag. - 2016100023

Lagt fram bréf Bolla Þórs Bollasonar og Rúnar Knútsdóttur, f.h. félags- og húsnæðismálaráðherra, dagsett 15. nóvember sl. Velferðarráðuneytið hvetur sveitarfélög til þess að tryggja nægjanlegt framboð af lóðum til nýbygginga og ítrekað er mikilvægi þess að meta reglulega þörf fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis.
Lagt fram til kynningar.

7.Fjórðungssamband Vestfirðinga - ýmis mál og fundargerðir 2016/2017 - 2016020005

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 17. nóvember sl. Póstinum fylgja tvö bréf, annars vegar um áætlun framlags aðildarsveitarfélaga FV á árinu 2017, og hins vegar um hækkun framlags til FV á árinu 2016.
Lagt fram til kynningar.

8.Fjórðungssamband Vestfirðinga - ýmis mál og fundargerðir 2016/2017 - 2016020005

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 17. nóvember sl. Póstinum fylgir bréf, þar sem óskað er eftir framlengingu á aukaframlagi til Markaðsstofu Vestfjarða.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins þar til eftir fund bæjaryfirvalda með Fjórðungssambandi Vestfirðinga.

9.Byggðasamlag Vestfjarða - þjónustusamningur og samstarfssamningur 2016 - 2016100073

Lagt fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs, dagsett 18. nóvember sl. um fyrirkomulag þjónustu við fólk með fötlun. Bæjarráð óskaði eftir umsögn fjölskyldusviðs um drög að þjónustusamningi og samstarfssamningi við Byggðasamlag Vestfjarða.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við framkvæmdastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, um þann möguleika að Ísafjarðarbær taki yfir þjónustu við fatlað fólk í sveitarfélaginu af BSVest.
Margrét yfirgaf fundinn kl 09:22.

Gestir

  • Margrét Geirsdóttir - mæting: 09:10

10.Aðalfundur Hvetjanda 2016 - 2016110034

Lagt fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra, dagsett 18. nóvember sl., um hlutafjáraukningu í Hvetjanda vegna Fjölsmiðju.
Lagt fram til kynningar.

11.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

Lagður er fram viðauki 11 af Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, þar sem áætluð laun hækka um kr. 15.439.832,-, tekjur lækka um kr. 10.793.877,- og gjöld lækka um kr. 36.271.322,-. Áhrif viðaukans á afkomu samstæðu Ísafjarðarbæjar er því jákvæð sem nemur kr. 10.037.613,-. Viðaukanum er mætt með lækkun á lífeyrisskuldbindingu um kr. 36.385.322,- og lækkun á handbæru fé kr. 26.347.709,-. Nettó breyting á efnahagsreikningi er því kr. 10.037.613,-.

Halli samstæðu Ísafjarðarbæjar var kr. 58.835.496,- og verður kr. 48.797.883,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

12.Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun 2017 sem fara fyrir seinni umræðu 1. desember 2016. Rekstrarniðurstaða fjárhagsáætlunar 2017 er nú jákvæð upp á kr. 20.743.172,- eftir þær lagfæringar sem gerðar voru við fyrri umræðu og ný gögn sem hafa borist.
Lagt fram til kynningar.

13.Þjónusta Flugfélags Íslands við Ísafjarðarflugvöll - 2016010005

Bæjarráð óskar eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins vegna ástands flugmála í sveitarfélaginu.

14.Fræðslunefnd - 374 - 1611010F

Fundargerð 374. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 17. nóvember sl., fundargerðin er í 5 liðum.
Lögð fram til kynningar. Bæjarráð ákveður að haldinn verði í næstu viku fundur bæjarfulltrúa og bæjarstjóra með íbúum á Flateyri vegna fyrirhugaðs flutnings leikskólans Grænagarðs.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?