Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
946. fundur 03. október 2016 kl. 08:05 - 08:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Verkefni sem vísað er til bæjarstjóra af bæjarráði og bæjarstjórn - 2014100021

Lagður er fram til kynningar verkefnalisti bæjarstjóra, sem vinnuskjal.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu verkefna.

2.Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, ungbarnadeild og fleiri lausnir í dagvistarmálum - 2013010070

Lagt er fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 30. september sl., varðandi tilboð í leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði.
Bæjarráð samþykkir að samið verði við GÓK húsasmíði ehf., að tillögu Brynjars Þórs Jónassonar, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, vegna leikskóladeildar fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði að uppfylltum skilyrðum innkaupreglna Ísafjarðarbæjar.

3.Styrktarsjóður EBÍ 2016 - 2016020077

Lagt er fram til kynningar bréf Önnu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra EBÍ, dags. 27. september sl., vegna ágóðahlutagreiðslna 2016.
Lagt fram til kynningar.

4.Aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði - 2016090099

Lögð er fram til kynningar Aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði, útgefin í september 2016, unnin af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hvetur stjórnvöld til að fylgja strax eftir þeim mikilvægu verkefnum sem fram koma í nýrri aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði. Ljóst er að þessi verkefni eru til hagsbóta fyrir þjóðarbúið allt, ekki síður en Vestfirði.

5.Fundargerð hverfisráðs Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis - 2011030002

Fundargerð auka aðalfundar hverfisráðs Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis.
Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?