Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
935. fundur 27. júní 2016 kl. 08:05 - 09:53 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Svæðisáætlun fyrir Vestfirði - Fjórðungssamband Vestfirðinga - 2016020005

Lögð er fram að nýju beiðni Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra, f.h. Fjórðungssamband Vestfirðinga, dags. 24. maí um tillögu að gerð svæðisáætlunar fyrir Vestfirði, ásamt bókunum frá skipulags- og mannvirkjanefnd, atvinnu- og menningarmálanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Bæjarráð leggur áherslu á að sett sé fram skýr og einföld framtíðarsýn sem fyrst sem leitt geti til markmiðasetningar. Einnig kallar bæjarráð eftir kostnaðaráætlun svæðisáætlunar og þar komi fram hvernig sá kostnaður skuli greiddur.

2.Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga 2016 - 2016020005

Lagt er fram boð Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 21. júní sl., á Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldið verður 2. og 3. september nk.
Lagt fram til kynningar.

3.Ósk um styrk til tónleikahalds á Ísafirði, til heiðurs Jónasi Tómassyni - 2016060063

Lögð er fram beiðni Sigríðar Ragnarsdóttur f.h. skipulagshóps tónleikahalds á Ísafirði, sumarkvöld í Hömrum með Jónasi Tómassyni.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til úthlutunar styrkja til menningarmála hjá atvinnu- og menningarmálanefnd.

4.Sundhöll Ísafjarðar Samkeppni - 2015090052

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 23. júní sl., varðandi greiðslur til nefndarmanna í dómnefnd hugmyndasamkeppni um aukna og bætta íþrótta- og baðaðstöðu Sundhallar Ísafjarðar.
Bæjarráð tekur ákvörðun um að greiða 2% af þingfararkaupi fyrir fundi allt að hálfum degi og 4% af þingfararkaupi fyrir fundi allt að heilum degi, sbr. reglur Ísafjarðarbæjar um greiðslur til bæjarfulltrúa og nefndarmanna.

5.Krafa um ógildingu nauðungarsölu á Aðalstræti 12, Þingeyri, úrskurður - 2016060064

Lagður er fram úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða 27. maí 2016 í máli nr Z-1/2016 í kærumáli þar sem krafa er gerð um ógildingu nauðungarsölu fasteignar.
Lagt fram til kynningar.

6.Heimabær II, Hesteyri - kæra byggingarleyfis. - 2013050069

Lagt er fram til kynningar bréf Sævars Geirssonar, f.h. Verkfræðistofunnar Hamraborgar, dags. 22. júní sl. varðandi Heimabæ 1 á Hesteyri.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

7.Látrar í Aðalvík - ósk um niðurrif - 2014090019

Lagt er fram bréf Helga Þorvarðssonar, f.h. Miðvíkur ehf., dags. 10. júní sl., varðandi stækkun á sjávarhúsinu á Látrum í Aðalvík.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulag- og mannvirkjanefndar.

8.Ofanflóðavarnir í sunnanverðum Hnífsdal. - 2016040007

Lagt er fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dags. 23. júní sl., varðandi ofanflóðavarnir í sunnanverðum Hnífsdal.
Bæjarráð óskar hér með eftir því við Ofanflóðasjóð að hafin verði vinna við ofanflóðavarnir í sunnanverðum Hnífsdal.

9.Dekkjakurl á gervigrasvöllum Ísafjarðarbæjar - 2016060080

Lagt er fram sameiginlegt bréf Hverfisráðs hverfa í Skutulsfjarðarbotni, hverfisráðs Hnífsdals, Hverfisráðs Súgandafjarðar og Hverfisráðs Dýrafjarðar, dags. 1. júní sl., þar sem óskað er afstöðu Ísafjarðarbæjar til dekkjakurls á gervigrasvöllum sveitarfélagsins.
Ísafjarðarbær hefur verið með málið til skoðunar og mun bæjarráð fylgjast með framvindunni á landsvísu, m.a. þeirri vinnu sem Alþingi hefur sett af stað.

10.Skráning fasteigna og fasteignamat 2017 - Tilkynningar - 2016060056

Lagt er fram bréf Margrétar Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár Íslands, dags. 14. júní sl., þar sem niðurstaða endurmats fasteignamats er kynnt.
Lagt fram til kynningar.

11.Kortlagning auðlinda í ferðaþjónustu - ósk um samstarf - 2014060084

Lagt er fram bréf Ólafar Ýrr Atladóttur, ferðamálastjóra, dags. 23. júní sl., þar sem óskað er eftir samstarfi um kortlagningu auðlindaferðaþjónustu.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur Upplýsingamiðstöð Ísafjarðarbæjar að halda utan um verkið.

12.Breyting á lögum varðandi heimagistingu - 2016060047

Minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 23. júní sl., með upplýsingum um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald er varðar heimagistingu sérstaklega.
Bæjarráð bendir á að breytingarnar á lögunum skerða tekjur sveitarfélagsins.

13.Úttekt á reglum um rekstrarleyfi gististaða - 2016060047

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 23. júní sl., varðandi gistihús í Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð felur bæjarritara að gera tillögu að verklagsreglum sem m.a. taka á fjölda herbergja í heimagistingu, grenndarkynningu, kröfum um fjölda bílastæða og kanna hvort hægt sé að setja kröfu um að fólk hafi búsetu í húsnæðinu.

Bæjarráð ítrekar við skipulags- og byggingarfulltrúa að veita umsagnir við umsóknir um rekstrarleyfi gististaða í samræmi við skipulag Ísafjarðarbæjar.

14.Hafnarstræti 11 Flateyri- 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026

Lögð er fram umsagnarbeiðni sýslumannsins á Vestfjörðum um umsókn Gunnukaffis ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastað að Hafnarstræti 11 í flokki II, dags. 14. júní sl. ásamt umsögn Axels Rodriquez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 23. júní sl.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

15.Silfurtorg 1- 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026

Lögð er fram umsagnarbeiðni sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 14. júní sl., um umsókn Kristínar Hálfdánsdóttur um rekstrarleyfi fyrir gististað að Silfurtorgi 1 í flokki I ásamt umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 23. júní sl.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins, en vekur athygli á að sýslumaður skuli gæta þess að ákvæði 27. gr. laga nr. 26/1994 skuli uppfyllt, þ.e. að breyting á hagnýtingu séreignar í fjöleignarhúsi sé háð samþykki allra eigenda í fjöleignarhúsinu, sbr. dóm héraðsdóms Reykjavíkur í máli E-2597/2015.

16.Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, ungbarnadeild og fleiri lausnir í dagvistarmálum - 2013010070

Margrét Halldórsdóttir mætir til fundarins til að gera grein fyrir leikskólamálum í Ísafjarðarbæ.
Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, mætir til fundarins og gerir grein fyrir stöðu leikskólamála á Ísafirði.
Margrét yfirgaf fundinn kl. 9:49.

Gestir

  • Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 09:40

17.Deiliskipulag fyrir Suðureyrarmalir, Suðureyri - 2016010045

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillaga B verði samþykkt. Nefndin telur að breytingin varði einungis hagsmuni lóðarhafa Freyjugötu 6 og sé það óveruleg að ekki þurfi að auglýsa tillöguna aftur, þar sem öðrum lóðum, sem málið snertir hefur ekki verið úthlutað.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar.

18.Þverárvirkjun - aðalskipulagsbreyting - 2015110045

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt frá auglýsingu.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar.

19.Kaldárvirkjun - aðalskipulagsbreyting - 2015110046

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt frá auglýsingu.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar.

20.Fjallskilanefnd - 7 - 1606013F

Lögð er fram fundargerð 7. fundar fjallskilanefndar sem haldinn var 20. júní sl., fundargerðin er í 1 lið.
Lagt fram til kynningar.

21.Hafnarstjórn - 185 - 1606018F

Lögð er fram fundargerð 185. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 21. júní sl., fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.

22.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 459 - 1606010F

Lögð er fram fundargerð 459. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 22. júní sl., fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.

23.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 30 - 1606016F

Lögð er fram fundargerð 30. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 21. júní sl., fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:53.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?